Endalok skólaársins

Sælir foreldra og velunnarar okkar.

Senn líður að lokum þessa skólaárs og því ágætt að staldra við og gera sér grein fyrir hvernig veturinn hefur liðið. Nú það er ljóst veðurlega að hann var kaldur og harður, en ekki endilega svo snjóþungur, aldrei þurftum við að loka sem segir eitthvað. Börnin byrjuðu 8. en urðu fljótlega 9. svo urðu smá breytingar og flutningar úr landi og annað svo þar með byrjaði aðlögun aftur en ekki fyrr en á nýju ári og svo aftur nú í vor. Börnin eru jafn yndileg og sveigjanleg sem svo oft og iðulega hefur komið í ljós, hafa þau tekið öllum breytingum  með stóískri ró og haldið sínum þroska áfram eins og ekkert hafi í skorið. Það sem við gerðum til skemmtunar utna leikskólans er ýmislegt. 1. Við fórum í rútu og skoðuðum dýrin í Slakka og borðuðum pylsu þar og ispinna í eftirmat. 2. Við fengum leikhús í Félagsheimilinu Flúðum um jólin, sem var líka mikið fjör. 3. Fórum í sögustund  í bókasafnið sem er mjög góð skemmtun og mikil viðbót við flóruna. 4. Fórum núna í vor að leika okkur nánast heilan dag í skóginum fengum ketilkakó og poppkorn sem var poppað á opnum eldi og steiktum brauð á teini. 5. Rusldagurinn var nokkuð kaldur en við fengum pylsur eftir hreinsunina, voru Móakotsbörnin mjög dugleg að tína. 6. Vorhátíðin er alltaf flott og tóks hún mjög vel hérna úti í garði vegna þess hvað veðrið var gott þennan dag. Auk all þess höfum við málað, leirað,litað og sungið all flesta daga og börni hafa tekið miklum framförum í því að vera leikskólabörn ,þar sem þau læra að taka tillit til allra, leika sér bæði við og með öðrum og þroskast bæði að visku og vexti, það er því margs að minnast eftir þenna vetur, en nú eru bara nokkrir dagar eftir og eftir sumarfrí eða 13. ágúst opnar skólinn aftur og þá fara margir sem voru í vetur á Móakoti yfir á Heiðakot, í leit sinni að nýjum ævintýrum og meira lífi og starfi. Hafið það gott í sumarfríinu og farið vel með ykkur, við sjáumst svo sæl og glöð í ágúst.

Kv. Móakotskonur, Dísa, Heiða og Sara.

Vorið er komið.

Það er svo sannanlega farið að minna á sig vorið, með fuglasöng og rigningu og hitinn stígur hægt og hægt. Það er eins með börnin það er öðruvísi að umgangast þau , þau leika sér í öðrum leikjum og eru glaðari og opnari, spyrja annara spurninga, þeim líður einhvern vegin vorlega. Eins er með fullorðna fólkið, það er eitthvað með vorið að gera, óþarfi að klæða sig í vetrarbúninginn meir að sinni. :)  :)

Það hafa orið nokkrar breytingar í þessum mánuði, en þær Magdalena Þöll og Klara Lind eru útskrifaðar af Móakoti og eru komnar á Heiðarkot, við óskum þeim velfarnaðar, en söknum þess að hafa þær ekki lengur.

Það er eitthvað að stinga sér niður hlaupabóla í leikskólanum, en hún fer ekki hratt yfir,en er viðloðandi, nú sem stendur.

Við eigum von á nýjum, nemanda nú í byrjun maí, sem heitir Rakel Vala, hún kemur til okkar í aðlögun,  5. maí. Svo eigum við líka vona á öðrum nemanda sem er búin að vera hjá okkur áður, en hann heitir Helgi Fannar, bjóðum við báða þessa nemendur velkomna og hlökkum til að fá þau í hópinn,einnig foreldranna.

Farið ekki langt.

Kv. Dísa Heiða og Sara.

 

Vetur/páskar

Sælir foreldrar.

Það er orðið langt síðan síðast var skrifaður pistill hérna, nú skal úr því bætt. Nú,börnin eru öll á miklu flugi í sínum þroska, enginn dagur er eins hvað það varðar,  að skilja, að segja, að klæða sig sjálf og hætta með bleyju allt er þetta þættir í daglegri athöfn barnanna sem við sjáum styrkjast með degi hverjum. Börnin hafa líka gert margt skemmtilegt  síðasta mánuð,t.d. farið á bókasafnið og fengið að skoða bækur og lesið fyrir þau, fengið að vera á geniralprufu Grunnskólabarna, það var frábært, svo fórum við í vetfangskannanir í umhverfinu og einnig í íþróttahúsið. Presturinn er búin að koma nokkur skipti og tala og leika við okkur, við höfum líka verið að syngja með öllum krökkum á Undralandi lög sem við ætlum að flytja í vor. Við fórum líka í gönguferð niður að hver til að gufusjóða rúgbrauð  og sóttum það svo daginn eftir og smökkuðum  glóðvolgt rúgbrauð með smjöri, nammi namm.  :) :) Við erum líka búin að vera dugleg að mála, syngja, leira, pússla, dansa og hlusta á sögur svo það gefur auga á leið að börnin hafa örugglega verið stundum þreytt þegar heim kom, en að sama skapi glöð, sem er það sem við viljum öll að börnin séu. Gleðilega Páska , eigið gott páskafrí og hlökkum til að koma saman aftur.

Starfsfólk Móakots, Dísa Heiða og Sara.

 

 

Mars er komin!!!!!!!!

Það er margt gott að frétta frá okkur á Móakoti. Við skemmtum okkur konunglega á öskudaginn, eins bollu-og sprengidaginn. Síðan fengum við konur í heimsókn 23/2.  Það var einnig mjög dýrmætur og skemmtilegur dagur fyrir alla, gaman hvað margir sáu sér fært að koma og fylgjast með okkur og starfi barnanna . Við viljum þakka sérstaklega vel fyrir komuna. :) :)

Við förum mikið í göngutúra um nágrennið um daginn fórum við niður að Litlu – Laxá og sjósettum bréfbáta það var skemmtilegt, eins var ísinn skrautlegur og svo sáum við líka endur að synda á ánni, allt er svo spennandi á þessum árum að við vildum ekki fara heim aftur,en frostið beit okkur svolítið í kinnarnar, en það gerir ekkert til þegar gaman er úti. Við höfum líka verið að bræða snjó og fylgjast með hvað verður um hann er hann bráðnar.

Það sem er svo framundan fleirra en að stækka og þroskast er; bókasafnsferðir í þessum mánuði og íþróttahúsferðir og svo ætlar séra Óskar að fræða okkur. Við ætlum líka að syngja saman allar deildir skólans á hverjum þriðjudegi kl. 9:10 ,það verður skemmtilegt.  Verið dugleg að fylgjast með okkur áfram,þið kæru foreldrar eru flottust. :) :)

Fleirri fréttir síðar. Móakotsstarfsfólk

Hvað er að frétta! Allir kátir!

,,Þannig týnist tíminn“ það er heldur betur verið að nota hann hérna hjá okkur á Móakoti. Við höfum verið þátttakendur í mörgu núna í jan og feb. Þorrablótið nýafstaðið gekk svakalega vel og börnin bæði smökkuðu hrútspunga sem sviðasultu og hákarl, ekki smakkast þetta jafnvel hjá öllum, en við erum ekki öll eins, en svo var góð þátttaka í dansinum á eftir,  börnin máluðu víkingahjálma sem þau báru og bjuggu til óskalagalista sem við dönsuðum eftir sumir tjúttuðu svo mikið að þeir sofnuðu í matartímaum á eftir, allt er gott ef það hefur góðan endi. Við  opnuðum sýningu á verkum okkar í búðinni á ,,Deg Leikskólans“ það tókst líka afskaplega vel og börnin kát með veitingarnar á eftir söngnum. Sýningin stendur næstu vikurnar og er tileinkuð,, Karlinum“ vorum með ,,Konuna“ í fyrra. Endilega skoðið það vel.

Móakotsbörnin eru farin að skemmta sér í íþróttahúsinu   annan hvern fimmtudag fyrir hádegi, það er líka ný hreyfing og mikið fjör, þau kunna svo sannanlega að meta þessa útrás. Ekki hefur verið mikið farið út nema í garðinn, en færðin hefur ekki verið okkur hagstæð, en núna tökum við okkur taki og förum að skoða umhverfið okkar, það passar vel að þemað þenan mánuð er vatn og líkaminn, svo þá er gott að hafa góð stigvél og pollaföt til að sulla. Við ætlum líka að vinna mikið með vatnið inni. Við syngjum alla daga og hlutverkaleikurinn er að koma upp núna með öllum eldhúsgræjunum,  við drekkum kaffi og kakó alla dag þar til magaverkurinn segir til sín. Enda allt í þykjustunni. Börnin eru líka á góðu skriði að tala og sum að aðlagast og önnur að hætta með bleiju svo það er margt að gerast á þessum aldri, sem skemmtilegt er að eiga þátt í með börnunum að móta.

Við á Móakoti erum lika farin að huga að konudeginum,en látum það fara hljótt en sem komið er ,en það kemur betur í ljós þegar nær dregur hvað við gerum þá. Við setjum myndir af og til að viðburðum barnanna inn á facebook, endilega skoðið það og fylgist með okkur. Svo er alltaf möguleiki á að leika sér með barninu sínu alla daga hérna í leikskólanum.

Kveðja frá okkur Móakotsfólki.

 

Nýtt ár, þorri og fl.

Sæl og gleðilegt nýtt ár.

Við erum komin á fullt skrið á nýju ári, það  fer vel á stað nema veðrið er svolítið að reyna á okkur, við erum komin af víkingum svo við herðumst við hverja raun og höldum ótrauð áfram. Það byrjaði nýr drengur í leikskólanum  hjá okkur á Móakoti og heitir hann Karol. Honum gengur vel að kynnast okkur og við að kynnast honum.

Á nýja árinu var tekin upp nýr siður með matartímann,eða við skömmtum okkur sjálf bæði í hádeginu og eins í nónhressingunni, kríuhópurinn fær þó en skammtað og situr í barnastólum,en allt gengur vel og börni eru mjög dugleg að bjarga sér og gera allt sjálf.  Við erum búin að prufa að fara í íþróttahúsið það var svolítið stórt, en skemmtilegt að hlaupa þar. Við ætlum að fara aftur núna á fimmtudaginn 29/1.  Stóru börn á Móakoti eru búin að fara í göngutúr, en yngri hópurinn er ekki búin að fara í göngutúr nema í garðinum, við vonumst til að komast fljótlega út  fyrir veðri og öðrum önnum. Við erum líka búin að vera upptekin að útbúa gjafir fyrir bóndadaginn og taka á móti feðrum,öfum og frændum og bræðrum sem  komu svo í heimsókn á föstudaginn var 23/1  það var mjög gaman að taka á móti svona mörgum ,, Körlum“ á Karladeginum. Takk fyrir komuna og sjáumst að ári. Nú erum við að undirbúa ,, Dag leikskólans “ með sýningu í búðinni og er yfirskriftin ,, Karlar“ vorum með ,, Konur“ í fyrra. Endilega fylgist með okkur áfram og skoðið myndir bæði á facebook og á heimasíðunni. Bless í bili.

Kv. Dísa Heiða og Sara.

  

   

   

Jólagleði á Móakoti

Sæl. Nú eru jólin í algleymi hjá flestum eða öllum, við á móakoti förum líka í jólaskapið og föndrum og skemmtum okkur í skammdeginu. Það er búið að vera töluvert annríki,piparkökubakstur, leiksýning, heldriborgarar, presturinn heimsælir okkur og við æfum jólasöngva svo eitthvað sé nefnt. Einhver kvef og hitapest heimsótti okkur,en við erum heldur að ná okkur á strik aftur,flest okkar á móakoti sem betur fer. Núna er hörkuvetur  með frosti og snjó og við höfum ekki farið út þess vegna,en finnum okkur margt annað að gera inni. Núna á fimmtudaginn 18. des. verður jólaball, þá verður gaman,  ballið byrjar kl. 10:00 svo við getum sofnað á réttum tíma. Við ætlum svo að leika okkur frjálst næstu daga eða út restina af árinu sem er ekki margir dagar.

Hjá okkur eru komnar tvær nýjar stúlkur önnur var hérna í fyrra og heitir; Elma Jóhannsdóttir hún er stundum á móakoti,svo er Ungversk stúlka sem byrjaði núna í desember sem heitir; SaraHerczeg við bjóðum þær velkomnar til okkar, börnin eru strax farin að líka við þær og kynnast þeim.

 

Laufblöð falla                                                                    Klakinn skoðaður ,, Form og litir“ þemað

  

Dansað í kringum jólatréð                                               Kassinn er skemmtilegur í leik

  

Ávextir borðaðir úti í nóvvember                                            Dúkkuleikur er í uppáhaldi

 

  

Könnunarleikur                                                                                Æfa sig að sigra og standa á palli( Bók)

Málað af hjartans list

 

Vetrarfréttir frá Móakoti.

Hæ,hæ. Við erum mjög kát og glöð  á Móakoti,en það stafar af því að við höfum svo mikið að gera og margt nýtt að læra, bæði á okkur sjálf og alla í kringum okkur.

Nú er svolítið síðan Dúna Rut fór í ársleyfi frá leikskólanum, en í staðin fengum við hana Erlu Björg til að vera svona stundum, ef Dísa og Heiða eru uppteknar við annað. Við erum mikið í hópavinnu flesta daga eitthvað og þykir okkur það mjög skemmtilegt,eins erum við líka búin að læra að ef við sjáum ávexti koma inn á deild þá förum við í skúffurnar okkar og sækjum pulluna okkar og setjumst niður Kríur sér og Spóar sér og borðum ávextina í rólegheitum, Heiða les sögu stundum fyrir Spóa en Dísa gerir tákn, m/tali fyrir Kríur. Ég held að öllum börnunum þyki skemmtilegast að fara í útinám, en líka er skemmtilegt í hreyfingu, tónlist og myndlist. Við eru orðin örugg með okkur á leikskólanum  og finnst allir þar skemmtilegir og góðir. Við fáum alltaf eitthvað gott að borða og við sofum orðið vel alla vegana oftast, stundum vekur einhver okkur of snemma þá eru Dísa og Heiða ekki glaðar. Bless,bless  allir velunnarar okkar á Móakoti.

 

 

Móakotsfréttir

Sælir allir velunnarar Móakots.

Það er allt gott að frétta af okkur við erum öll mjög upptekin að okkar hlutverkum og gengur allt vel að ná tökum á því að vera orðin nemandi í leikskóla. Við lærum alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi bæði af hvort öðru og umhverfinu öllu. Við förum út alla daga bæði út í garð og einnig í útinám að skoða umhverfið. Þar sem ég er ánægð með ykkur kæru foreldrar, er hvað þið eruð vakandi yfir börnum ykkar og fylgist vel með okkur, það er allt svo skemmtilegt þegar allir eru virkir í samvinnunni, þá er gleðin við völd bæði  hjá fullorðnum og börnum.  Nú þegar skyggir er nauðsynlegt að hafa endurskinsmerki. Sjáumst vel í skammdeginu .

Móakotsstarfsmenn. Dísa og Heiða

Móakotsfréttir